Erfðanefnd landbúnaðarins
Reyniviður

Á seinustu árum hefur gróðursetning reyniviðar (Sorbus aucuparia) í skógrækt stóraukist. Afkvæmatilraunir hafa nýlega verið gróðursettar og með þeim verður betur hægt að skilgreina breytileikann sem finnst í stofninum hérlendis. Að svo stöddu er þó ekki hægt að mæla með tilteknum efniviði til undaneldis.
Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.