Erfðanefnd landbúnaðarins

Forystufé

Heim 5 Búfé 5 Íslenskt forystufé

Uppruni og saga

Forystufé hefur verið þekkt hér á landi frá upphafi byggðar og verið litið á það sem hluta af íslenska sauðfjárkyninu og rætt um línu eða undirstofn innan þess. Eiginleikar forystufjár eru taldir vera einstakir á heimsvísu og ekki vitað um sauðfé með sambærilega eiginleika í atferli og útliti. Forystufé er lýst sem fremur háreistu með vökul augu og fylgist vel með fjárhóp sem það er í. Það er kvikt í hreyfingum og vekur gjarnan athygli í fjárhópi, með stór augu sem oft eru dekkri en í öðru fé, og augnaráðið rannsakandi. Því er einnig lýst sem harðgerðu með sérstaka forystueiginleika.  Ekki hefur verið rannsakað hvernig forystueiginleikinn erfist en brýnt er að gera það, ekki síst með hliðsjón af því að fyrirbrigðið er óþekkt meðal annarra fjárkynja og hefur vakið mikla eftirtekt þar sem það hefur verið kynnt á erlendum vettvangi. Frá 2017 hefur forystufé verið skilgreint sem sérstakt fjárkyn og er í dag skráð í skýrsluhald sauðfjárræktarinnar (FJÁRVÍS) og merkt sérstaklega sem forystufé.

Sagnir um forystufé eru fjölmargar og ein forystukind hefur ratað í heimsbókmenntirnar, Eitill í Aðventu Gunnars Gunnarssonar.

Stjórn Bændasamtaka Íslands og fagráð í sauðfjárrækt samþykktu árið 2017 að forystufé verði framvegis skilgreint sem sérstakt sauðfjárkyn.

Ræktunarhópurinn er lítill og dreifður og gagnsemi eiginleikans mun minni nú en áður var. Fjöldinn mun vera um 1500 og yfirleitt mjög fáar kindur á hverjum bæ. Eiginleikarnir eru hins vegar svo einstakir að leggja verður ríka áherslu á að forystuféð hverfi ekki. Um árabil hafa verið forystuhrútar á sæðingastöðvunum en nauðsynlegt er að skipta ört um sæðingahrúta fyrir svo lítinn ræktunarhóp. Framan af voru sömu hrútar nokkuð lengi í notkun á stöðvunum og mikil notkun einstakra hrúta olli aukningu í skyldleikarækt forystufjárins um tíma. Úttekt var gerð á stofninum árið 2015 og sýndu niðurstöður að meðal skyldleikarækt var 2,74% og hafði aukist frá rannsókn sem gerð var 2004 þá reyndist meðal skyldleikarækt 1%. Vitað er að eyður eru enn í ættfærslum og því viðbúið að skyldleikarækt forystufjár sé enn vanmetin. Auk þess kom í ljós að 92% forystufjár er mislitt og 97% tvíhyrnt. Fræðafélag um forystufé gerði úttekt á tíðni riðuarfgerða hjá forystufé í N-Þingeyjarsýslu með stuðningi frá erfðanefnd landbúnaðarins. Niðurstöður sýndu að af þeim 248 gripum sem voru prófaðir, voru ríflega 60% arfblendnir eða arfhreinir fyrir áhættuarfgerð (Erfðanefnd landbúnaðarins, 2018, óbirtar niðurstöður). Há tíðni áhættuarfgerðar þrengir val forystuhrúta af þessu svæði til notkunar á sæðingastöð.

Stofnað hefur verið áhugamannafélag um forystufé sem er, ásamt Bændasamtökum Íslands, eðlilegur samstarfsaðili erfðanefndar landbúnaðarins um málefni íslenska forystufjárins (www.bondi.is). Forystufjársetur er staðsett á Svalbarði í Þistilfirði og má sjá heima síðu hér.

Ræktun

Ræktunarhópurinn er lítill og dreifður og gagnsemi eiginleikans mun minni nú en áður var. Fjöldinn mun vera um 1500 og yfirleitt mjög fáar kindur á hverjum bæ. Eiginleikarnir eru hins vegar svo einstakir að leggja verður ríka áherslu á að forystuféð hverfi ekki. Um árabil hafa verið forystuhrútar á sæðingastöðvunum en nauðsynlegt er að skipta ört um sæðingahrúta fyrir svo lítinn ræktunarhóp. Framan af voru sömu hrútar nokkuð lengi í notkun á stöðvunum og mikil notkun einstakra hrúta olli aukningu í skyldleikarækt forystufjárins um tíma. Úttekt var gerð á stofninum árið 2015 og sýndu niðurstöður að meðal skyldleikarækt var 2,74% og hafði aukist frá rannsókn sem gerð var 2004 þá
reyndist meðal skyldleikarækt 1%. Vitað er að eyður eru enn í ættfærslum og því viðbúið að skyldleikarækt forystufjár sé enn vanmetin. Auk þess kom í ljós að 92% forystufjár er mislitt og 97% tvíhyrnt. Fræðafélag um forystufé gerði úttekt á tíðni riðuarfgerða hjá forystufé í N-Þingeyjarsýslu með stuðningi frá erfðanefnd landbúnaðarins. Niðurstöður sýndu að af þeim 248 gripum sem voru prófaðir, voru ríflega 60% arfblendnir eða arfhreinir fyrir áhættuarfgerð (Erfðanefnd landbúnaðarins, 2018, óbirtar niðurstöður). Há tíðni áhættuarfgerðar þrengir val forystuhrúta af þessu svæði til notkunar á sæðingastöð. Íslenska forystuféð telst í útrýmingarhættu út frá alþjóðlegum viðmiðum og leggja þarf áherslu á að fjölga í stofninum og vinna gegn skyldleikarækt eins og kostur er.

Varðveislugildi

Vaðveislugildi er mikið og leggja þarf ríka áherslu á að forystufé hverfi ekki. Eiginleikar forystufjár eru taldir vera einstakir á heimsvísu og ekki vitað um sauðfé með sambærilega eiginleika í atferli og útliti.

Stofnað hefur verið áhugamannafélag um ræktun forystufjár og Fræðasetur um forystufé (http://www.forystusetur.is) sem eru, ásamt Bændasamtökum Íslands, eðlilegur samstarfsaðili erfðanefndar landbúnaðarins um málefni íslenska forystufjárins. Fræðasetrið vinnur nú að söfnun ætternisupplýsinga um forystufé í N-Þingeyjarsýslu sem vonast er til að fylli betur upp í heildarmyndina um ættir forystufjár.

Íslenska forystuféð er í talsvert annarri stöðu. Ræktunarhópurinn er lítill og mjög dreifður og gagnsemi hans mun minni nú en áður fyrr enda hefur vetrarbeit að mestu eða öllu leyti lagst af.
Eiginleikarnir eru hinsvegar svo einstakir að leggja verður ríka áherslu á að forystuféð hverfi ekki. Bændasamtök Íslands bera ábyrgð á ræktun íslenska sauðfjárstofnsins og hafa þau ákveðið að forystufé verði skilgreint sem sérstakur stofn.

Íslenska forystuféð telst í útrýmingarhættu út frá alþjóðlegum viðmiðum og leggja þarf áherslu á að fjölga í stofninum og vinna gegn skyldleikarækt eins og kostur er.

 

Nauðsynlegar aðgerðir

  • Að ná öllu forystufé landsins inn í skýrsluhald og ná þannig saman heildstæðum upplýsingum um ætterni forystufjár.
  • Að hvetja til fjölgunar forystufjár þannig að stofnstærð nái alþjóðlegum viðmiðunum um fjölda í stofnum sem ekki eru í útrýmingarhættu.
  • Gerð verði verndar- og ræktunaráætlun fyrir íslenska forystuféð með það að markmiði að draga úr aukningu skyldleikaræktarog viðhalda og helst auka stærð erfðahópsins.
  • Á fimm ára fresti mun erfðanefnd óska eftir skýrslu frá BÍ um erfðafræðilegt ástand sauðfjárkynjanna og kynbótamarkmið, næst árið 2022

Heimildir

Heimilsfang

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Tölvupóstur

birna@lbhi.is

Vertu með okkur