Erfðanefnd landbúnaðarins

Leiðir til varðveislu nytjaplantna

Heim 5 Markmið 5 Leiðir til varðveislu nytjaplantna

Plöntur

Fóður- og landgræðslujurtir

  • Safna erfðahópum af háliðagrasi, vallarfoxgrasi, hvítsmára og rauðsmára kerfisbundið í gömlum túnum til varðveislu hjá Nordgen.
    Koma nýjum yrkjum í varðveislu hjá NordGen eftir því sem þau koma á markað.
  • NordGen verði falið að varðveita verðmætan og áhugaverðan kynbótaefnivið, einkum af byggi, án þess þó að hann verði aðgengilegur öðrum („In Trust Conservation“).
  • Skrásetja fleiri gömul íslensk tún með hnitsetningum í sérstaka skrá.
  • Hvetja eigendur gamalla túna til óbreyttrar nýtingar en að þeir láti annars vita ef túnið er brotið eða nýtingu þess breytt verulega á annan hátt.

Mat- og lækningajurtir

  • Koma fræi af nýjum yrkjum í varðveislu hjá NordGen eftir því sem þau koma á markað.
  • Safna fræi af áhugaverðum villtum efnivið.
  • Styrkja samstarf við grasagarða og byggðasöfn til að varðveita gamlar nytjaplöntur í klónasöfnum.
  • Viðhalda og bæta klónasöfn eftir því sem við á.
  • Rannsaka erfðabreytileika og næringargildi íslenskra villijurta.
  • Kanna möguleika á ræktun og nýtingu íslenskara villijurta til matvælagerðar og lækninga.
  • Meta í samstarfi við NordGen hvort ástæða sé til þess að varðveita valda
    erfðahópa villtra nytjaplantna in situ.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2014). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði 2014-2018. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins

Heimilsfang

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Tölvupóstur

birna@lbhi.is

Vertu með okkur