Erfðanefnd landbúnaðarins

Leiðir til varðveislu trjáplantna

Heim 5 Markmið 5 Leiðir til varðveislu trjáplantna

Skógur

Tré

 • Skrá þau svæði sem hafa varðveislugildi m.t.t. erfðaauðlinda skógræktar ásamt upplýsingum um þau, þ.m.t. kort sem sýna staðsetningu kvæma, klóna og afkvæmahópa.
 • Gera skrána og upplýsingarnar aðgengilegar á netinu.
 • Tryggja varðveislu þeirra svæða sem ekki eru í þjóðskógunum.
 • Halda áfram að afla þekkingar á erfðum og aðlögun birkis með rannsóknum.
 • Afla þekkingar á erfðum og aðlögun annarra innlendra trjátegunda.
 • Skilgreina Bæjarstaðaskóg sem erfðaverndarskóg og tryggja að hann stækki að flatarmáli og endurnýi sig.
 • Kanna hvort önnur skóglendi skuli njóta slíkrar verndar.

Garð- og landslagsplöntur

 • Taka saman skrá yfir mikilvægar tegundir og yrki, skrá uppruna þeirra og gera yfirlit yfir útbreiðslu þeirra og notkun.
 • Skrá staðsetningu mikilvægra hópa og einstaklinga plantna og tryggja varðveislu þeirra.
 • Auka rannsóknir á íslenskum garð- og landslagsplöntum.
 • Tryggja aðgengi ræktenda að móðurplöntuefniviði til fjölgunar mikilvægra tegunda.
 • Gera skráningar og upplýsingar aðgengilegar á netinu.
 • Tryggja að komið verði upp nýjum söfnum mikilvægra garð- og landslagsplantna á vegum opinberra aðila.
 • Koma upp samræmdri skrá yfir söfn garð- og landslagsplantna og staðsetningu þeirra.
Heimilsfang

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Tölvupóstur

birna@lbhi.is

Vertu með okkur