Erfðanefnd landbúnaðarins
Leiðir til varðveislu ferskvatnsfiska
			Ferskvatnsfiskar
- Draga úr veiði á laxi sem dvalið hefur tvö ár í sjó eða lengur í þeirri viðleitni að vinna á móti hnignun stórlaxastofna.
 - Í lögum og reglum um fiskeldi þarf að gera ráð fyrir vöktun á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis (og bleikjueldis) á villta stofna laxfiska.
 
Lög og reglugerðir er varða fiskeldi er:
- lög um fiskeldi nr 71/2008
 - reglugerð um fiskeldi nr 401/2012
 - Skrá smávirkjanir og meta hvort þær hindri sjógöngustofna eða hefti samgöngur laxfiska almennt innan vatnakerfa.
 - Gera úttekt á vegræsum á landsvísu m.t.t. neikvæðra áhrifa á stofna laxfiska.
 - Herða reglur um og eftirlit með innflutningi ferskvatnslífvera, samræma þau lög sem um innflutninginn gilda og skýra ábyrgðarsvið stjórnvaldsstofnana.
 
Þau lög er varða innflutning fiska eru:
- lög um náttúruvernd nr. 44/1999
 - lög um innflutning dýra nr. 54/1990
 - lög um breytingu á ýmsum lögum vegna tilfærslu verkefna innan Stjórnarráðs Íslands nr. 167/2007
 - lög um varnir gegn fisksjúkdómum nr. 60/2006
 - lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993
 - lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011
 
Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2014). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um varðveislu og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda í íslenskum landbúnaði 2014-2018. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins
					