Erfðanefnd landbúnaðarins

Blæösp

Heim 5 Skógur 5 Blæösp

Á Íslandi eru sex fundarstaðir blæaspar (Populus tremula) sem örugglega eru náttúrulegir auk eins staðar sem vafa gætir um. Blæasparkvæmi frá öllum stöðunum eru varðveitt í trjásafninu á Hallormsstað. Ein tilraun hefur verið gerð til þess að erfðagreina íslenskar blæaspir og benti hún til þess að á hverjum náttúrlegum fundarstað blæaspar sé aðeins að finna eina arfgerð tegundarinnar. Gera þarf fleiri slíkar rannsóknir til að fá fullkomnari mynd af erfðafjölbreytninni.

Blæösp er lítið sem ekkert gróðursett í skóg- eða garðrækt en henni hefur þó verið dreift víða.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Heimilsfang

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Tölvupóstur

birna@lbhi.is

Vertu með okkur