Erfðanefnd landbúnaðarins

Eldisstofnar – Lax

Kynbættir stofnar eldislaxa voru fluttir til landsins frá Noregi árið 1984 og voru leyfi til innflutnings bundin við ákveðna staði.

Stofnfiskur hf. hefur stundað skipulegar kynbætur á Atlantshafslaxi síðan 1991. Undirbúningur að kynbótaverkefninu hófst um 1989. Sá laxastofn, sem ræktunin byggir á, er afkomandi þriggja norskra laxastofna sem Stofnfiskur hf. valdi til kynbóta á sínum tíma fyrir laxeldi. Þessi kynbætti stofn hefur alfarið verið notaður í laxeldi hérlendis undanfarin ár og er nú í eigu og umsjá Stofnfisks hf.

Kynbætur á laxi til hafbeitar voru stundaðar um nokkurra ára skeið í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Hafbeit hefur nú lagst af og þessum kynbótum hefur verið hætt. Fiskar af þessum stofni munu vera uppistaðan í þeim laxi sem sleppt er á vatnasvæði Rangánna í því skyni að nýta þá með stangveiði þegar þeir ganga til baka í árnar. Engar skipulagðar kynbætur hafa verið stundaðar fyrir hafbeit frá árinu 1996 og því óvíst hversu mikið er eftir af þeim efnivið.

Heimild: Erfðanefnd landbúnaðarins (2009). Íslenskar erfðaauðlindir – Landsáætlun um verndun erfðaauðlinda í íslenskri náttúru og landbúnaði 2009-2013. Reykjavík: Erfðanefnd Landbúnaðarins.

Heimilsfang

Hvanneyri, 311. Borgarnesi

Tölvupóstur

birna@lbhi.is

Vertu með okkur